Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi VG, sagði á borgarstjórnarfundi í dag, að afstaða hennar í málefnum Orkuveitu Reykjavíkur hafi aldrei byggst á því að hætta eigi við öll verkefni erlendis. Þá sagði Svandís, að skipið Reykjavik Energy Invest hefði verið að sigla upp á sker og stefnt í siðferðilegt og pólitískt strand en nú sé skipið kyrrt.
Svandís sagði m.a. að REI væri félagslegt fyrirtæki og eign almennings. Hún sagðist ekki vera með milljarðaglampann í augunum, sem hefði sést í augnkrókum sumra stjórnmálamanna en auðvitað yrði REI að bera sig.