Vafstur með frístundakortin

Fjölmargir foreldrar sem eiga börn og unglinga í íþróttum á höfuðborgarsvæðinu eiga á hættu að missa af margauglýstum frístundastyrk borgarinnar sökum þess að þeir þurfa sjálfir að ganga frá þeim málum við íþróttafélög í Reykjavík. Hjá minnst tveimur stórum íþróttafélögum hefur talsvert borið á að foreldrar annaðhvort átti sig ekki á að þeir þurfa sjálfir að ganga eftir að styrkurinn sé nýttur eða beinlínis gleymi því. Frestur til að nýta kortin til lækkunar gjalda rennur út þann 15. nóvember.

Kristinn R. Jónsson, framkvæmdastjóri Fjölnis, segir langt í frá að framkvæmdin sé einföld og að sjaldan eða aldrei áður hafi innheimta gengið jafnilla og nú. „Við erum að byrja þá vinnu að hringja í foreldra um helmings barna sem hjá okkur stunda íþróttir og minna þá á að sækja um styrkinn og nota hann. Það er talsverð vinna og að mínu viti mátti frumvinna borgarinnar vera betri og kerfið einfaldara."

Nánar í 24 stundum í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert