Valgerður: Sextettinn verður að leita að nýrri ástæðu fyrir tapaðri stöðu

Valgerður Sverrisdóttir.
Valgerður Sverrisdóttir.

Val­gerður Sverr­is­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir á heimasíðu sinni, að Vil­hjálm­ur Þ. Vil­hjálms­son sé nú laus und­an sinni höfuðsök eft­ir að í ljós kom að hann kynnti samruna­samn­ing REI og GGE fyr­ir for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins. Sex­t­ett flokks­ins í borg­ar­stjórn verði nú að leita að nýrri ástæðu fyr­ir flumbru­gang­in­um og tapaðri stöðu í borg­inni.

Val­gerður vís­ar þarna til þess, að Björn Ingi Hrafns­son, borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir á heimasíðu sinni að Vil­hjálm­ur hafi upp­lýst á kynn­ing­ar­fundi í byrj­un októ­ber, að samrun­inn hefði þegar verið kynnt­ur for­sæt­is­ráðherra og hon­um lit­ist vel á ráðahag­inn.

Val­gerður seg­ir, að komið hafi skýrt fram hjá for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins við umræður á Alþingi, að hann sjái ekk­ert at­huga­vert við að fyr­ir­tæki í op­in­berri eigu og einka­geir­inn eigi með sér sam­starf í út­rás­ar­verk­efn­um. Raun­ar sé lögð bless­un yfir slíkt í stjórn­arsátt­mála nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar.

„Í þeim mál­um eiga þeir minn stuðning vís­an. Hins­veg­ar vek­ur það upp spurn­ing­ar um klauf­ana sem klúðruðu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­an­um og höfðu sér helst til skjóls að verið væri að verja prinsipp Sjálf­stæðis­flokks­ins. For­sæt­is­ráðherra hef­ur kveðið upp póli­tísk­an Stóra­dóm í mál­inu og eft­ir stend­ur sex­t­ett­inn og verður að leita að nýrri ástæðu fyr­ir flumbru­gang­in­um og tapaðri stöðu í borg­inni.

Lengi hef­ur Vil­hjálmi verið legið á hálsi fyr­ir að hafa ekki haft nægt sam­ráð um samruna REI og GGE og hef­ur þetta orðið til að veikja stöðu Vil­hjálms í Sjálf­stæðis­flokkn­um. Skyndi­lega er staða hans gjör­breytt. Fram hef­ur komið að Vil­hjálm­ur kynnti samn­ing­inn fyr­ir for­manni flokks­ins og fékk samþykki hjá hon­um fyr­ir fram­kvæmd­inni.

Hærra verður ekki leitað í póli­tísku sam­ráði en að tala við for­mann­inn. Nú er Vil­hjálm­ur laus und­an sinni höfuðsök. Varla er þá annað eft­ir en að sex­menn­ing­arn­ir biðji Vil­hjálm og sjálf­stæðis­fólk í borg­inni af­sök­un­ar fyr­ir að steypa und­an þeim höfuðból­inu fyr­ir asna­skap," seg­ir Val­gerður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert