Lögreglan á Hvolsvelli hafði afskipti af veiðiþjófi í Rangárvallasýslu sem hafði skotið 19 rjúpur á tveimur klukkustundum. Tilkynning barst lögreglu um athæfi mannsins í dag og fóru lögreglumenn á vettvang og lögðu hald á veiðina. Lögreglan lagði jafnframt hald á skotvopnið þar sem maðurinn hefur ekki afnotaheimild af byssunni. Þá var veiðileyfi mannsins jafnframt útrunnið og sem og byssuleyfið.
Aðeins er leyfilegt að skjóta rjúpur frá fimmtudegi til sunnudags í nóvember, en alls eru veiðidagarnir 18 talsins. Þegar lögreglan greindi manninum frá því sagðist hann ekki vita betur.
Lögreglan segist halda úti sérstöku eftirliti með veiðiþjófnaði í mánuðinum.