Verðmat Geysir Green var hækkað um 6,7 milljarða

„Menn telja sig hafa verið að gera einhvern frábæran viðskiptasamning fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur, með því að fá óefnislegar eignir metnar á 10 milljarða króna í samrunasamningi REI og GGE, en þegar betur er að gáð er sú saga ekki sögð nema að hluta til," segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi og stjórnarmaður í OR.

Vísar hann þar til minnisblaðs Hjörleifs B. Kvaran, forstjóra OR, um verðmat GGE í samruna við REI sem lagt var fram á síðasta stjórnarfundi OR að beiðni Júlíusar Vífils.

Þar kemur fram að Hjörleifur telur að færa megi gild rök fyrir því að eignasafn GGE sé hátt metið í samrunaefnahagsreikningi REI og GGE og beri ekki það yfirmat sem samningsverðið fól í sér. Samkvæmt mati forstjóra OR er GGE ofmetið, enda er gríðarlegur munur á bókfærðu virði GGE og samningsvirði," segir Júlíus Vífill, en munurinn nemur tæpum 7 milljörðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert