Aðventuljós komin út í glugga í Eyjum

Burstafell jólaljósum prýtt.
Burstafell jólaljósum prýtt. mynd/eyjar.net

Þótt enn séu 48 dag­ar til jóla taka sum­ir jóla­skreyt­ing­arn­ar upp snemma upp úr kass­an­um og hefjast handa við að koma jóla­ljós­un­um fyr­ir á hús­um sín­um. Fyrstu jóla­skreyt­ing­arn­ar birt­ust í Vest­manna­eyj­um um helg­ina en Vil­hjálm­ur Vil­hjálms­son, bet­ur þekkt­ur í bæn­um sem Villi á Bursta­felli, er bú­inn að hengja serí­ur utan á hús sitt við Vest­manna­braut­ina og setja aðventu­ljós í glugg­ana.

Fram kem­ur á frétta­vefn­um Eyj­ar.net, að Villi á Bursta­felli hafi und­an­far­in ár jafn­an verið með fyrstu mönn­um að tendra sín­ar serí­ur og setji þær oft­ast upp fyrstu helg­ina í nóv­em­ber.

Eyj­ar.net

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert