Aðstandendur heimilisfólks á hjúkrunarheimilinu Skjóli og Droplaugarstöðum í Reykjavík fóru í morgun á fund Fjárveitinganefndar Alþingis til að ræða bágborið ástand hjúkrunarheimilanna.
Gylfi Páll Hersir er í stjórn aðstandendafélags heimilisfólks á hjúkrunarheimilinu Skjóli, hann segir brýnt að bregðast við áfellisdómi Landlæknis sem birtist í fyrravor. Landlæknir telur brýnt að ráð bót á undirmönnun hjúkrunarheimilanna og sömuleiðis vill hann fá svör við því hvernig stjórnmálaflokkarnir hyggjast efna kosningaloforð sín um að gera átak í málefnum aldraðra og bæta rekstur hjúkrunarheimila.