Aðalfundur Íbúasamtaka Laugardals hefur staðið yfir í Laugalækjarskóla í kvöld, en fundurinn hófst kl. 20 og voru um 40 manns viðstaddir fundinn. Auk venjulegra aðalfundarstarfa flutti Þráinn Hauksson landslagsarkitekt erindi um þróun skipulags í Laugardalnum.
Búist var við líflegum umræðum á fundinum því ýmis stór mál eru til umræðu s.s. Sundabrautin, verndun grænna svæða í Laugardalnum og sífellt aukna ásókn til byggingaframkvæmda í dalnum auk mikils umferðarþunga og svifryksmengunar í hverfunum sem umlykja dalinn.