Hringtorg á efri hæðinni

Hringtorg verður sett á tvær brýr sem byggðar verða yfir Reykjanesbraut við Arnarnesveg og á jarðvegsfyllingu á milli. Er þetta fyrsta hringtorgið á annarri hæð gatnamóta sem gert er hér á landi.

Vegagerðin hefur boðið út ný mislæg gatnamót á Reykjanesbraut við Arnarnesveg, við mörk Kópavogs og Garðabæjar. Verkið felst meðal annars í byggingu tveggja brúa yfir Reykjanesbraut en ofan á þeim og tilheyrandi jarðvegsfyllingu verður gert tveggja akreina hringtorg. Jónas Snæbjörnsson, svæðisstjóri suðvestursvæðis hjá Vegagerðinni, segir að ekki sé pláss til að koma þarna fyrir svokölluðum slaufugatnamótum þar sem umferðin flæðir óhindrað um mislæg gatnamót. Valið hafi því verið á milli þess að hafa umferðarljós á efri hæðinni eða hringtorg og síðarnefndi kosturinn orðið fyrir valinu. Telur hann að umferðin eigi að geta gengið vel þarna um. Hringtorgið á efri hæðinni verður hefðbundið tveggja akreina hringtorg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert