Lestur á mbl.is eykst

Heimsóknum á Fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, hefur samkvæmt nýjustu mælingum Capacent fjölgað um rúm þrjú prósentustig frá síðustu könnun sem gerð var í sumar. Heimsóknum á visir.is hefur fækkað á sama tíma um þrjú prósentustig.

Samkvæmt tölum Capacent fyrir ágúst-október mælast „heimsóknir í vikunni“ á mbl.is nú 74,8% (þ.e. 74,8 af hundraði þátttakenda í könnuninni höfðu heimsótt vefinn í vikunni), en „heimsóknir í vikunni“ á visir.is voru 43,8%.

Samsvarandi tölur fyrir tímabilið maí-júlí voru 71,6% fyrir mbl.is og 46,8% fyrir visir.is.

„Heimsóknir á dag,“ samkvæmt mælingu Capacent, eru nú 53,8% á mbl.is, en 22,4% fyrir visir.is.

Fram kemur á vef Capacent að niðurstöðurnar byggi á um það bil 2.400 svörum.

Niðurstöður Capacent.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert