Lögregla á Vestfjörðum leggur hald á fartölvu

Lög­regl­an á Vest­fjörðum hef­ur lagt hald á far­tölvu vegna gruns um að í henni sé að finna ólög­legt mynd­efni. Í kjöl­farið var ung­ur karl­maður hand­tek­inn og að lok­inni yf­ir­heyrslu var hon­um sleppt. Málið er enn á rann­sókn­arstigi og mun á næstu dög­um fara fram rann­sókn á inni­haldi og um­fangi hins ætlaða ólög­lega efn­is.

Í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni kem­ur fram að grun­ur um vörslu á ólög­legu mynd­efni vaknaði þegar at­hug­ul­ir nettengd­ir tölvu­not­end­ur urðu þess var­ir að verið var að bjóða mynd­efni í gegn­um In­ter­netið.

Lög­regl­an bend­ir á ákvæði 4. mgr. 210 gr. hegn­ing­ar­laga þar sem seg­ir:
„Hver sem flyt­ur inn, afl­ar sér eða öðrum, eða hef­ur í vörslu sinni ljós­mynd­ir, kvik­mynd­ir eða sam­bæri­lega hluti sem sýna börn á kyn­ferðis­leg­an eða klám­feng­inn hátt skal sæta sekt­um eða fang­elsi allt að 2 árum ef brot er stór­fellt.]3) Sömu refs­ingu varðar að flytja inn eða hafa í vörslu sinni ljós­mynd­ir, kvik­mynd­ir eða sam­bæri­lega hluti sem sýna börn í kyn­ferðis­at­höfn­um með dýr­um eða nota hluti á klám­feng­inn hátt.]2)“

Lög­regl­an á Vest­fjörðum vill hvetja alla þá sem upp­lýs­ing­ar geta gefið um vörslu á ólög­legu mynd­efni að hafa sam­band í síma lög­regl­unn­ar 450 3730, eða á net­fang Barna­heilla abend­ing@barna­heill.is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka