Maturinn dýrari á morgun

Verð á mat­væl­um á Íslandi mun hækka í framtíðinni. Um þetta voru fund­ar­menn sam­mála á morg­un­verðar­fundi Bænda­sam­tak­anna, sem bar yf­ir­skrift­ina Hvað kost­ar mat­ur­inn minn á morg­un? Bret­inn Mart­in Haworth, yf­ir­maður stefnu­mót­un­ar bresku bænda­sam­tak­anna ræddi á fund­in­um um þróun land­búnaðarfram­leiðslu og sagði hann að of­fram­leiðsla á land­búnaðar­vör­um hefði verið viðvar­andi í vest­ræn­um ríkj­um fram und­ir þetta sem hefði leitt af sér verðlækk­an­ir á heims­markaði.

„Nú er ástandið breytt og fram­leiðsla á land­búnaðar­af­urðum hef­ur dreg­ist veru­lega sam­an í heim­in­um á sama tíma og eft­ir­spurn hef­ur auk­ist. Verð á heims­markaði hef­ur því hækkað veru­lega. Ástæðurn­ar fyr­ir auk­inni eft­ir­spurn eru margþætt­ar, meðal ann­ars fólks­fjölg­un, kaup­mátt­ar­aukn­ing í þró­un­ar­ríkj­um eins og Kína og Indlandi og auk­in áhersla á fram­leiðslu líf­efna­eldsneyt­is. Sam­drátt­ur í fram­leiðslu skýrist hins veg­ar af versn­andi veðurfarsaðstæðum, vönt­un á landi til mat­væla­fram­leiðslu og að vatns­forði jarðar fer óðum minnk­andi. Óhjá­kvæmi­lega mun því verð halda áfram að hækka og það á við um Ísland ekki síður en önn­ur lönd."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert