Um helgina reyndu tvær stúlkur að komast eftir óvenjulegum aðferðum inn á skemmtistaðinn Prófastinn í Vestmannaeyjum. Var lögregla kölluð til eftir að tilraun til inngöngu af þaki mistókst er rúða brotnaði. Ekki liggur fyrir kæra í málinu samkvæmt dagbók lögreglunnar í Vestmannaeyjum.
Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í vikunni sem leið og þá sérstaklega um helgina enda nokkur fjöldi fólks að skemmta sér. Lögreglan aðstoðaði m.a. fólk til síns heima sem átti erfitt með gang sökum ölvunarástands.
Ein líkamsárás var tilkynnt til lögreglunnar en hún átti sér stað á veitingastaðnum Prófastinum. Þarna höfðu orðið átök á milli tveggja manna sem endaði með því að annar lá sár eftir. Ekki liggur fyrir kæra í málinu.