Skilorðsbundið fangelsi fyrir að svíkja út veitingar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 2 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að svíkja út veitingar fyrir 25 þúsund krónur á veitingastað í Reykjavík í apríl á þessu ári með því að framvísa greiðslukorti annars manns.

Fram kemur í dómnum, að maðurinn hefur áður verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir gripdeild og rauf hann það skilorð með brotinu nú.

Einnig kemur fram, að maðurinn endurgreiddi þá upphæð, sem hann sveik út.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert