Víða hálka eða hálkublettir

Að sögn Vega­gerðar­inn­ar eru hálku­blett­ir á Sand­skeiði og í Þrengsl­um en hálka á Hell­is­heiði. Krapi er sumstaðar í upp­sveit­um á Suður­landi og í Borg­ar­f­irði.

Hálka eða hálku­blett­ir eru á nokkr­um leiðum á Vest­ur­landi, Vest­fjörðum og Norður­landi, einkum á heiðum.

Á Aust­ur­landi er víða élja­gang­ur og hálku­blett­ir - en snjóþekja og snjó­koma á Suðaust­ur­landi. Þæf­ings­færð er á Öxi.

Fram­kvæmd­ir

Að gefnu til­efni minn­ir Vega­gerðin veg­far­end­ur á að vegna fram­kvæmda við tvö­föld­un Reykja­nes­braut­ar er nauðsyn­legt að sýna þar aðgát. Sér­stak­lega biðjum við fólk að fara var­lega við fram­hjá­hlaup við Voga, Grinda­vík­ur­veg og Njarðvík. Veg­far­end­ur eru beðnir að virða hraðatak­mark­an­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert