Að sögn Vegagerðarinnar eru hálkublettir á Sandskeiði og í Þrengslum en hálka á Hellisheiði. Krapi er sumstaðar í uppsveitum á Suðurlandi og í Borgarfirði.
Hálka eða hálkublettir eru á nokkrum leiðum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi, einkum á heiðum.
Á Austurlandi er víða éljagangur og hálkublettir - en snjóþekja og snjókoma á Suðausturlandi. Þæfingsfærð er á Öxi.
Framkvæmdir
Að gefnu tilefni minnir Vegagerðin vegfarendur á að vegna framkvæmda við tvöföldun Reykjanesbrautar er nauðsynlegt að sýna þar aðgát. Sérstaklega biðjum við fólk að fara varlega við framhjáhlaup við Voga, Grindavíkurveg og Njarðvík. Vegfarendur eru beðnir að virða hraðatakmarkanir.