Borgarráð hefur samþykkt að fela þjónustuskrifstofu Reykjavíkurborgar að kanna möguleika á þráðlausu háhraðaneti í Reykjavík. Í byrjun verði horft til miðborgar, háskólasvæðis í og kringum Vatnsmýri, ásamt viðskiptahverfinu í kringum Borgartún. Auk þess verði kannaðir möguleikar borgarinnar til hagræðingar og bættrar þjónustu með þráðlausu háhraðaneti.
Þá segir að greindur verði tæknilegar útfærslur og samþætting við ljósleiðaranet Orkuveitu Reykjavíkur eða aðra aðila á þessu sviði til að greiða fyrir gagnaflutningum í borginni. Greindur verði stofn- og rekstrarkostnaður, möguleg fjármögnun og viðskiptalíkan. Kannaður verði áhugi háskóla, ríkis, banka og fjarskiptafyrirtækja á samstarfi í slíku verkefni.
Niðurstöðum athugunar á að vera skilað til borgarráðs fyrir 15. desember nk.
Tillagan var lögð fram af hálfu Dags. B Eggertssonar, borgarstjóra Reykjavíkur.