Börn í slysum

Um­ferðarslys varð í Reykja­nes­bæ um kl. 14 í dag þegar 12 ára gam­all dreng­ur hjólaði harka­lega á bif­reið. Dreng­ur­inn skall á bíln­um og mun hafa rot­ast en ekki skaðast að öðru leiti, að sögn lög­regl­unn­ar.

Í gær var ekið yfir fót á 4 ára gömlu barni við leik­skól­ann Garðasel í Reykja­nes­bæ. Barnið hafði hlaupið frá leik­skól­an­um og farið á milli tveggja bif­reiða, sem lagt var við leik­skól­ann. Barnið lenti síðan und­ir þriðja bíln­um, sem þarna var á ferð.

Barnið hlaut opið bein­brot á sköfl­ungi og flutti faðir þess það á Heil­brigðis­stofn­un Suður­nesja. Þaðan var barnið flutt á Lands­spít­al­ann í aðgerð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert