Börn í slysum

Umferðarslys varð í Reykjanesbæ um kl. 14 í dag þegar 12 ára gamall drengur hjólaði harkalega á bifreið. Drengurinn skall á bílnum og mun hafa rotast en ekki skaðast að öðru leiti, að sögn lögreglunnar.

Í gær var ekið yfir fót á 4 ára gömlu barni við leikskólann Garðasel í Reykjanesbæ. Barnið hafði hlaupið frá leikskólanum og farið á milli tveggja bifreiða, sem lagt var við leikskólann. Barnið lenti síðan undir þriðja bílnum, sem þarna var á ferð.

Barnið hlaut opið beinbrot á sköflungi og flutti faðir þess það á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þaðan var barnið flutt á Landsspítalann í aðgerð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert