„Ég grundvalla líf mitt á fíflagangi“

00:00
00:00

Leik­ar­inn Jón Gn­arr ýtti í dag úr vör lands­söfn­un­inni „Þú gef­ur styrk,“ sem hald­in er til styrkt­ar átta sam­tök­um barna og ung­linga með geðrask­an­ir.

Hliðstætt átak var gert í fyrra, en sam­tök­in sem styrkt verða í ár eru: ADHD sam­tök­in, Barna­geð, Barna­heill, Hug­arafl, Sjón­ar­hóll, Speg­ill­inn, Rauði kross­inn og Um­sjón­ar­fé­lag ein­hverfra.

Það er Spari­sjóður­inn sem stend­ur að verk­efn­inu, en mark­miðið er að hvetja viðskipta­vini Spari­sjóðsins og lands­menn alla til þess að láta gott af sér leiða og styrkja sam­tök­in. Í fyrra söfnuðust rúm­lega 20 millj­ón­ir króna og er stefnt að því að safna álíka hárri upp­hæð nú.

Á blaðamanna­fundi í dag kynnti Jón Gn­arr verk­efnið, en hann er fé­lagi í ADHD-sam­tök­un­um. Sagði hann átak­inu fyrst og fremst beint gegn for­dóm­um sem börn og ung­ling­ar með geðrask­an­ir eða hegðun­ar­vanda­mál verði fyr­ir.

Þetta er annað árið sem að Spari­sjóður­inn legg­ur and­virði hefðbundna jóla­gjafa til viðskipta­vina í formi styrkja til geðheil­brigðismála. Spari­sjóður­inn legg­ur fram 1.000 kr. fyr­ir hönd hvers viðskipta­vin­ar sem vill láta gott af sér leiða og styrkja fé­lag inn­an söf­un­ar­inn­ar. Um leið er hver og einn hvatt­ur til að leggja fram viðbótar­fram­lag.

Auðvelt er fyr­ir alla að taka þátt og gefa styrk frá Spari­sjóðnum, til dæm­is á net­inu (www.spar.is) eða með heim­sókn eða sím­tali í næsta Spari­sjóð, hvar sem er á land­inu.

Á heimasíðu Spari­sjóðsins www.spar.is er einnig að finna ít­ar­leg­ar upp­lýs­ing­ar um fé­lög­in og verk­efn­in sem fjár­mun­irn­ir munu renna til.

Kynn­ing Spari­sjóðsins á verk­efn­inu

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert