Ellefu teknir fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut

Ellefu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í kærkvöldi og í nótt. Sá er hraðast ók mældist á 166 km/klst og var ökumaður sviptur ökuréttindum fyrir hraðaksturinn, að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum.

Ökumaður bíls, sem ók samsíða áðurgreindum ökumanni var einnig sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Auk þess voru nokkrir aðrir ökumenn kærðir fyrir önnur umferðalagabrot. Heildarupphæð þessa umferðalagabrota er á bilinu 7-800.000 kr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert