Fjölmenni er á fundi Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ, sem nú stendur yfir í Njarðvíkurskóla um málefni Hitaveitu Suðurnesja. Mikil átök hafa verið um málefni hitaveitunnar innan bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og hefur minnihluti bæjarstjórnarinnar m.a. ráðið lögfræðing til að kanna lögmæti þess hvernig staðið var að sölu á hlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja til Orkuveitu Reykjavíkur.
Frummælendur á fundinum voru Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar og stjórnarformaður Hitaveitu Suðurnesja, Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy og Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja.