Ný sjónvarpsstöð

Ný sjónvarpsstöð, ÍNN, hefur hafið göngu sína og kemur fram í tilkynningu, að stöðin framleiði og sýni 10 klst. af nýju íslensku efni á viku. ÍNN býður upp á spjallsjónvarp, sem tekið er upp í myndveri, þar sem umsjónarmenn og gestir spjalla um málefni samtímans og ólík viðhor viðhorf.

Stöðin er send út á rás 20 á Digital Ísland alla virka daga kl. 20-22. Að auki er efni stöðvarinnar endursýnt á öðrum timum sólarhringsins.

Meðal umsjónarmanna á stöðinni eru Ingvi Hrafn Jónsson, Randver Þorláksson, Ólína Þorvarðardóttir, Guðjón Bergmann, Illugi Gunnarsson, Katrín Jakobsdóttir, Ásdís Olsen, Jón Kristinn Snæhólm, Kristinn H. Gunnarsson, Helga Thorberg, Þórhildur Þorleifsdóttir, Mörður Árnason, Maríanna Friðjónsdóttir, Lilja Þórisdóttir, Kolfinna Baldvinsdóttir og Birkir Jón Jónsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert