Vantar fimm lögreglumenn á vakt til að ná landsmeðaltali

„Þetta er stór sýsla og fjölmenn þannig að þegar það eru svona fáir á vakt er auðséð að upp getur komið sú staða að erfitt verði að sinna öllum þeim verkefnum sem koma upp," segir Tinna Jóhönnudóttir, formaður Lögreglufélags Suðurlands. Hún segir að í það minnsta vanti fimm lögreglumenn á vakt en til að ná landsmeðaltali, þ.e. fjöldi lögreglumanna á íbúa, þurfi tólf til þrettán til viðbótar.

Á félagsfundi Lögreglufélags Suðurlands sem haldinn var 29. október sl. var skorað á stjórnvöld að endurskoða fjárveitingar til embættis lögreglunnar á Selfossi. Tinna segir að samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sé gert ráð fyrir 23 stöðugildum, en þau hafi verið 27 á síðasta ári. Raunar hafi embættið farið fram á 28 stöðugildi. "Það sést best á fréttum hversu mikið álag hefur verið á deildinni og menn eru mjög ósáttir við þetta. Það voru 27 stöðugildi í upphafi árs og í sumar en síðan hefur fækkað hjá okkur og ekki verið hægt að auglýsa stöður vegna þess að ekki er gert ráð fyrir fleiri mönnum."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert