Vilja frítt í fjölskyldugarðinn

Frá fundinum í gærkvöldi
Frá fundinum í gærkvöldi mbl.is/Sverrir

Líflegar umræður fóru fram á fjölmennum aðalfundi Íbúasamtaka Laugardals sem haldinn var í gærkvöldi, og hefði að sögn formanns samtakanna getað haldið áfram fram á nótt. Meðal þess sem rætt var um voru þau fjölmörgu bílastæði sem í Laugardalnum eru, aðgengi að Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og fyrirhugaðar framkvæmdir í tengslum við íþróttamiðstöðina Laugar.

Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class, lýsti hugmyndum sem upp hafa komið vegna framkvæmda á svæðinu og lofaði íbúum að þær yrðu allar vel kynntar þegar þar að kæmi.

Einnig var rætt um aðgengi að Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og kom upp sú hugmynd að fella ætti gjald að garðinum niður, s.s. vegna þess að lítið er orðið eftir af almenningssvæðum í dalnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert