Þrír framleiðendur áburðar hafa nú birt á vefsíðum sínum niðurstöður niðurstöður rannsókna á áburðarsýnum og tekið fram að þeir eigi ekki þátt í stjórnsýslukæru vegna þeirrar ákvörðunar Landbúnaðarstofnunar frá því í mars á þessu ári að birta niðurstöður efnagreinga á tilbúnum áburði.
Forsaga málsins er sú að Landssamband kúabænda skoraði á aðalfundi árið 2006 á Lanbúnaðarstofnun að birta upplýsingar um áburðar- og fóðurtegundir sem ekki stæðust kröfur stofnunarinnar . Tillögunni fylgdi greinargerð þar sem vísað var til þess að á heimasíðu Aðfangaeftirlitsins kæmi fram að 8 af 31 sýni sem tekin voru 2004 stæðust ekki kröfur sem og 10 af 45 sýnum sem tekin voru árið 2005. Engar frekari upplýsingnar komu fram um hvaða áburðartegundir þetta væru eða frá hvaða innflutningsaðilum.
Í kjölfar þess að Landbúnaðarstofnun tilkynnti að til stæði að birta á vefsíðu stofnunarinnar allar niðurstöður efnagreininga á áburði barst stofnuninni stjórnsýslukæra vegna ákvörðunarinnar og lagði Landbúnaðarráðuneytið fyrir Landbúnaðarstofnun að birta ekki niðurstöður rannsókna um efnainnihald áburðar fyrir árið 2007 á meðan ráðuneytið væri með málið til skoðunar.
Þrír áburðarframleiðendur, Betra land, Skeljungur og Yara, hafa nú brugðist við með því að birta sjálfir niðurstöðurnar og ítreka að þeir eigi ekki þátt í kærunni.