Björgólfur Guðmundsson leggur fram fé til framleiðslu sjónvarpmynda

Þórhallur Gunnarsson, Björgólfur Guðmundsson og Páll Magnússon við undirskrift samningsins.
Þórhallur Gunnarsson, Björgólfur Guðmundsson og Páll Magnússon við undirskrift samningsins.

RÚV og Björgólfur Guðmundsson hafa gert samkomulag um að stórefla íslenska dagskrárgerð fyrir sjónvarp. Munu þessir aðilar tryggja framleiðendum sjónvarpsmynda fjármuni til að hefja framleiðslu á leiknu efni sem sýnt verður í Sjónvarpinu.

Framlög hvors aðila verða alltaf jöfn og er stefnt að jafnaði að gerð tveggja þáttaraða á ári. Samningurinn er til þriggja ára og er áætlað að á tímabilinu muni 200 - 300 milljónir króna renna til íslenskrar sjónvarpsmyndagerðar vegna hans.

Í fréttatilkynningu er haft eftir Björgólfi Guðmundssyni: „Sjónvarp er helsti vettvangur nútímamenningar. Ef við ætlum að búa við kröftuga íslenska menningu í framtíð þurfum við að efla íslenskt sjónvarp. Þar að auki er sjónvarps- og kvikmyndagerð á heimsvísu stór og öflug atvinnugrein og ég vil gjarnan eiga þátt í því að Íslendingar eignist væna sneið af þeirri köku. Það myndi efla og auka til muna fjölbreytni atvinnulífs á Íslandi."

Páll Magnússon, útvarpsstjóri RÚV, segir í fréttatilkynningu: „Með þessu tvöfaldast sú fjárhæð sem RÚV hefði að öðrum kosti getað varið til framleiðslu á frumgerðu leiknu íslensku sjónvarpsefni. Það er sérstakt fagnaðar- og þakkarefni að tekist hefur að laða nýtt fjármagn að þessari listgrein með þessum hætti og kveikir vonir um hún geti höfðað til fleiri en Íslendinga í framtíðinni."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert