Erfitt að veiða á litlu dýpi

Mikið verk er fyrir höndum að gera við nótina.
Mikið verk er fyrir höndum að gera við nótina. mbl.is/Jón Páll Ásgeirsson

Síldveiðiskipið Kap VE frá Vestmanneyjum kom síðdegis í dag til Reykjavíkur með rifna nót. Mikil fyrirhöfn er að taka svona nætur í land því þær eru gríðarlega stórar. Kap var að síldveiðum í Grundafirði á litlu dýpi eða 6 til 8 föðmum en nótinn sem Kap er með er 120 faðma djúp.

Erfitt er að kasta svo djúpri nót á grunnsævi og því geta nætur rifnað illa.

Það komu 5 netagerðarmenn frá Vestmanneyjum til að gera við nótinna á bryggjunni en það er mikið verk því nótinn er illa rifinn og getur það tekið hátt í 2 sólahringa að gera við hana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert