Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað konu af ákæru fyrir líkamsárás en konan sparkaði í klof karlmanns á skemmtistað í Vestmannaeyjum árið 2005. Dómurinn taldi sannað, að maðurinn hefði haldið konunni fastri og hún reynt að losa sig með því að brjótast um. Taldi dómurinn að það hefðu verið ósjálfráð viðbrögð konunnar að sparka í klof mannsins.