Krefjast þess að Þjóðarbókhlaðan verði opin lengur

Úr Þjóðarbókhlöðunni.
Úr Þjóðarbókhlöðunni. mbl.is/Kristinn

Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur afhent rektor Háskóla Íslands undirskriftir eitt þúsund stúdenta, sem krefjast þess að opnunartími Þjóðarbókhlöðunnar verði lengdur yfir prófatímabil.

Í bréfi sem fylgdi undirskriftalistunum segir, að Stúdentaráð hafi lengi bent á hversu óhentugur opnunartími Bókhlöðunnar sé um helgar en þessi stærsta lesaðstaða stúdenta Háskóla Íslands loki kl. 19 á föstudögum, opni kl. 10 á laugardögum og loki kl. 17 og á sunnudögum er opnað kl. 11 og þá er einnig lokað kl. 17. Þessi opnunartími sé alltof stuttur og komi sérstaklega niður á stúdentum í prófatíð þar sem mjög margir nýti sér lesaðstöðuna þá.

Stúdentar krefjast þess að Þjóðarbókhlaðan verði opin frá kl. 8 til 22 alla daga vikunnar í prófum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert