Markaðurinn í uppnámi

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir.

Bankarnir skilja húnæðism­arkaðinn eftir í alg­jöru uppná­mi, að mati Jó­hönnu Sig­urðard­ótt­ur félags­m­álaráðherra. Hún seg­ir stöðuna sem nú sé kom­in upp á húsnæðism­arkaði vera mjög alva­rlega og fu­lla ástæðu til að hafa ver­ulegar áhy­gg­jur af henni.

Jóhanna seg­ir að ekki hafi verið bæt­andi á það slæma ást­and sem orðið var áður en va­xta­hækk­anir og hö­m­lur lánastofn­ana á yfi­rt­ö­ku húsnæðislána sku­llu á húsnæðis­kau­pendum. Undanfarnar vi­kur hef­ur sta­rf­shó­p­ur félags­m­álaráðherra, þar sem m.a. aðilar vinnum­arkaðarins eiga fu­llt­rúa, kannað ást­andið á húsnæðism­arkaði og unnið að tillögum um hvernig sty­r­kja megi stöðu þess fólks sem er að kau­pa sína fy­rstu íbúð og eins leig­j­enda. Jóhanna óttast að staðan sem upp er kom­in á markaðnum geri það erfiðara en ella að ná fram úr­bótum.

"Það er stór hó­p­ur fólks í kau­pum á sinni fy­rstu íbúð sem hef­ur ekki getað komið þaki yfir höfuðið vegna ást­ands­ins. Fólk hef­ur þurft að borga 3-5 milljónir í út­bor­g­un til að eiga fy­r­ir lít­illi þri­ggja herber­gja íbúð. Staðan á leigum­arkaði er líka mjög þröng. Könnun sem við létum gera sýnir að 70% þei­rra sem eru að bíða eftir leig­u­húsnæði eru með 150 þúsund í mánaðart­ek­jur en þurfa að borga 110 til 130 þúsund í leigu. Það sem er að ger­ast núna ger­ir þessa stöðu enn verri," sagði Jóhanna.

Nánar um málið
í Mor­g­un­blaðinu
Áskr­if­end­ur:
Nánar um málið
í Mor­g­un­blaðinu
Áskr­if­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert