Markaðurinn í uppnámi

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir.

Bankarnir skilja húnæðismarkaðinn eftir í algjöru uppnámi, að mati Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra. Hún segir stöðuna sem nú sé komin upp á húsnæðismarkaði vera mjög alvarlega og fulla ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur af henni.

Jóhanna segir að ekki hafi verið bætandi á það slæma ástand sem orðið var áður en vaxtahækkanir og hömlur lánastofnana á yfirtöku húsnæðislána skullu á húsnæðiskaupendum. Undanfarnar vikur hefur starfshópur félagsmálaráðherra, þar sem m.a. aðilar vinnumarkaðarins eiga fulltrúa, kannað ástandið á húsnæðismarkaði og unnið að tillögum um hvernig styrkja megi stöðu þess fólks sem er að kaupa sína fyrstu íbúð og eins leigjenda. Jóhanna óttast að staðan sem upp er komin á markaðnum geri það erfiðara en ella að ná fram úrbótum.

"Það er stór hópur fólks í kaupum á sinni fyrstu íbúð sem hefur ekki getað komið þaki yfir höfuðið vegna ástandsins. Fólk hefur þurft að borga 3-5 milljónir í útborgun til að eiga fyrir lítilli þriggja herbergja íbúð. Staðan á leigumarkaði er líka mjög þröng. Könnun sem við létum gera sýnir að 70% þeirra sem eru að bíða eftir leiguhúsnæði eru með 150 þúsund í mánaðartekjur en þurfa að borga 110 til 130 þúsund í leigu. Það sem er að gerast núna gerir þessa stöðu enn verri," sagði Jóhanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert