„Það voru allir orðnir hræddir“

Mörg hundruð manns hafa orðið að yfirgefa heimili sín á austurströnd Englands í dag, en búist hefur verið við flóðbylgju þar af völdum storms á Norðursjó. Hjördís Sturludóttir, tvítug íslensk stúlka, er stödd í Suffolk, og sagði í morgun að betur virtist ætla að fara en á horfðist.

Breska umhverfisstofnunin varaði í morgun við „mikilli, yfirvofandi hættu“ er steðji að „mönnum og mannvirkjum“ í Norfolk, Suffolk, Kent og Essex, þar sem gefnar hafa verið út ítrustu flóðaviðvaranir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert