Þrír milljarðar í augun

Leysiaðgerðir til að laga nær­sýni og fjar­sýni, svo­kallaðar Lasik-aðgerðir sem um 10 þúsund manns hafa farið í hér á landi, eru allt að 200 þúsund krón­um ódýr­ari í Tall­inn í Eistlandi en á Íslandi. Í Tall­inn kost­ar slík aðgerð rúm­lega 120 þúsund krón­ur fyr­ir bæði aug­un. Hér kost­ar aðgerðin 285 til 315 þúsund kr. hjá Laser­Sjón og 285 til 310 þúsund hjá Sjón­lagi. Verð á Lasik-aðgerðum í ná­granna­lönd­un­um er svipað og hér og eru Norðmenn og Sví­ar því farn­ir að flykkj­ast til Tall­inn til að láta laga sjón­ina, að því er greint er frá á vefsíðu norska blaðsins Af­ten­posten.

Ei­rík­ur Þor­geirs­son, augn­lækn­ir hjá Laser­Sjón, kveðst ekki hafa orðið var við að fólk fari aust­ur í Lasik-aðgerðir. „Hins veg­ar er tals­vert um að fólk frá Norður­lönd­um, Lúx­em­borg, Bretlandi og Fær­eyj­um komi hingað í aðgerðir." Jó­hann­es Kári Krist­ins­son, augn­lækn­ir hjá Sjón­lagi, seg­ir mik­il­vægt að fylgj­ast með sjúk­ling­um í sex mánuði eft­ir Lasik-aðgerð.

Hann veit aðeins um ör­fáa sem hafa farið utan í slíka aðgerð. ,,Ég myndi aldrei ráðleggja fólki að fara utan í aðgerð nema á stað sem ég þekki mjög vel til," seg­ir hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert