Tófa aflífuð á Flateyri

Refur í vetrarbúningi.
Refur í vetrarbúningi. mbl.is/Jónas

Lög­regla lógaði í vik­unni hálftam­inni tófu á Flat­eyri eft­ir að til­kynn­ing­ar höfðu borist um ónæði af dýr­inu. Tóf­an hafði verið í um­sjá Kristjáns Ein­ars­son­ar, grenja­skyttu á Flat­eyri, sem hef­ur margoft tekið með sér yrðlinga af greni um vor­tíma og alið þá svo yfir sum­arið og reynt að temja.

„Í þetta skiptið gekk vel, hún var orðin nokkuð spök, fylgdi mér um allt eins og hund­ur. Liður í þess­ari tamn­inga­tilraun minni var að sleppa henni út í nátt­úr­una og vita hvort hún kæmi aft­ur. Ég setti merki í hana því ég hugsaði með mér að það gæti verið gam­an að fylgj­ast með því hverj­ar ferðir henn­ar yrðu. Ég prófaði að sleppa henni og hún kom til baka dag­inn eft­ir. Þá hring­ir lög­regl­an í mig í fyrsta skiptið og biður mig að fjar­lægja dýrið því það hafi borist kvart­an­ir. Þá höfðu krakk­arn­ir verið að leika við hana á sparkvell­in­um hér rétt hjá, og gerði hún eng­um mein. Mér dett­ur helst í hug að hún hafi virkað ógn­vekj­andi á ein­hverja, bara líkt og hund­ar geta gert. Á þriðju­dag­inn sleppti ég henni svo í seinna skiptið og fór þá með hana lengra í burtu.,“ seg­ir Kristján við bb.is.

Á miðviku­dag hringdi lög­regl­an aft­ur í Kristján í vinn­unni og sagðist vera búin að hand­sama tóf­una því hún hafi verið kom­in aft­ur til byggða. Í kjöl­farið var dýr­inu lógað.

Lög­regl­an á Ísaf­irði gat ekki tjáð sig mikið um þetta mál en sagði að þegar þrjár til­kynn­ing­ar bær­ust til lög­regl­unn­ar vegna villtr­ar skepnu bæri þeim að gera eitt­hvað í því máli. Tóf­ur væru villt dýr og for­eldr­ar hefðu verið áhyggju­full­ir, því þetta sé hvorki sak­laus hvolp­ur né hund­ur. Tóf­an hefði lík­lega aldrei lifað af í nátt­úr­unni og sí­fellt snúið til byggða eft­ir fæði.

Kristján vill láta koma fram að hann beri ekki kala til eins né neins en finn­ist leiðin­legt hvað þetta sé búið að valda miklu íra­fári. „Þetta er lítið sam­fé­lag hér á Flat­eyri og all­ir þekkj­ast og sá sem fannst tóf­an valda sér ama hefði nú ein­fald­lega bara getað hringt í mig, það er al­gjör óþarfi að blanda Neyðarlín­unni og lög­regl­unni í málið.“

bb.is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert