Vélin lækkaði sig um 2.000 metra

Flugvélin eftir að hún lenti heilu og höldnu á Egilsstaðaflugvelli.
Flugvélin eftir að hún lenti heilu og höldnu á Egilsstaðaflugvelli. mbl.is/Aðalsteinn Sigurðarson

Rannsóknanefnd flugslysa, sem rannsakar flugatvikið á Austurlandi þegar Fokkervél Flugfélags Íslands varð að snúa við til Egilsstaða eftir hreyfilbilun, beinir sjónum sínum að jafnþrýstikerfi vélarinnar ásamt olíukerfi.

Vélin var í 16 þúsund feta hæð þegar bilunin varð og urðu flugmenn að lækka flugið niður í 10 þúsund fet, eða sem samsvarar 2 þúsund metrum. Þorkell Ágústsson, stjórnandi flugrannsóknarinnar, segir að þetta hafi samt ekki falið í sér að vélin hafi hrapað í hæð.

Farþegar voru búnir undir nauðlendingu og sátu drykklanga stund í neyðarstellingu samkvæmt tilmælum flugfreyju með höfuð milli fótanna án þess að sjá út um glugga eða vita hvort vélinni yrði nauðlent uppi á reginöræfum í svartamyrkri. Flugmennirnir upplýstu síðan að vélinni yrði lent á Egilsstaðaflugvelli sem hún gerði nokkru síðar óhappalaust.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka