Guðni: Forsætisráðherra er daufur og sinnulaus

Guðni sagði í ræðu sinni að forsætisráðherra væri daufur og …
Guðni sagði í ræðu sinni að forsætisráðherra væri daufur og sinnulaus. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Á miðstjórn­ar­fundi fram­sókn­ar­manna sem nú fer fram í Ketil­hús­inu á Ak­ur­eyri, fór Guðni Ágústs­son yfir þau þjóðþrifa- og fram­fara­mál sem fram­sókn­ar­menn hafa staðið fyr­ir s.l. 90 ár og sagði hann þann tíma sem fram­sókn­ar­menn stóðu í brúnni vera lengsta og mesta fram­fara­skeið þjóðar­inn­ar.

Guðni sagði að Í síðasta rík­is­stjórn­ar­sam­starfi með sjálf­stæðismönn­um hafi fram­sókn­ar­menn farið með at­vinnu­mál og að sá tími væri varðaður ár­angri og fram­förum. Guðni nefndi sér­stak­lega upp­bygg­ingu á Aust­ur­landi og jafn­framt Orku­veitu Reykja­vík­ur sem nú er eitt fram­sækn­asta fyr­ir­tæki þjóðar­inn­ar.

Hann til­tók sér­stak­lega að með orku­auðlind­ir þjóðar­inn­ar þurfi að fara gæti­lega, nýt­ing og nátt­úru­vernd séu syst­ur í hans huga og Lands­virkj­un hafi kynnt tíma­móta­ákvörðun í gær, þegar kynnt var að fyr­ir­tækið myndi ekki fram­leiða raf­magn til frek­ari stóriðju­up­bygg­ing­ar á Suður­landi, held­ur ein­beita sér að ann­ars kon­ar orku­frek­um iðnaði, svo sem netþjóna­bú­um.

Guðni minnti svo á að Íslend­ing­ar standi í fremstu röð hvað varðar nýt­ingu end­ur­nýj­an­legra orku. Þar sé hlut­fall á Íslandi 70% þegar ESB stefn­ir að því að ná 20% marki árið 2020.

Guðni Ágústs­son gerði efna­hags­stjórn lands­ins að um­tals­efni í ræðu sinni, þar sem hann sagði að verk­efni stjórn­valda væri um þess­ar mund­ir að stíga fast á brems­urn­ar. Fram­sókn­ar­menn hefðu tekið slík verk­efni al­var­lega í gegn­um tíðina en Guðni lýsti áhyggj­um af ábyrgðarleysi rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Hann seg­ir for­sæt­is­ráðherra dauf­an og sinnu­laus­an og hann var­ist að hafa skoðanir á nokkr­um mál­um, lík­lega sé það vegna sam­starfs­ins við Sam­fylk­ingu.

Sam­fylk­ing­in hafi til langs tíma skil­greint sig og sinn flokks sem höfuðand­stæðing sjálf­stæðismanna en hafi verið fljót að hverfa frá því þegar von var á því að hún kæm­ist til valda.

Hann sagði að það ríki ágrein­ing­ur inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar, Sam­fylk­ing vilji greina sig frá Sjálf­stæðis­flokkn­um en and­rúms­loftið sé annað, það sé raun­veru­leg hætt á ferðum og rík­is­stjórn­in sé ekki lík­leg til þess að tak­ast á við stóra verk­efnið sem snýr að efna­hags­mál­um.

Efna­hags­mál­in rædd
Hann hélt áfram að ræða efna­hags­mál­in. Hann sagði off­ar stór­fyr­ir­tækja hættu­legt og að þau þurfi að gá að sér . Þróun hús­næðismarkaðar­ins sé mjög var­huga­verð því of­fram­boð á fast­eigna­markaði auk inn­rás­ar bank­anna á fast­eignalána­markað hafi skapað þenslu sem geri heim­il­in­um í landi mjög erfitt fyr­ir. Mik­il­væg­ast sé að unga fólkið hafi aðgang að lán­um með lág­um vöxt­um til langs tíma til íbúðakaupa.

Einnig að hús­næði, vatn og raf­magn eigi að vera á kostnaðar­verði með hags­muni fólks­ins að leiðarljósi og nýj­asta út­spil í banka­kerf­inu sé hættu­legt fólk­inu. Guðni sagði Sjálf­stæðis­flokk­inn hafa reynt að koma sök á þenslu á íbúðalána­markaði yfir á Fram­sókn­ar­menn og nefnt þar 90% lán­in sem ástæðu.

Það viti þó all­ir að inn­rás bank­anna inn á þann markað hafi verið til­raun til að koma Íbúðalána­sjóði fyr­ir katt­ar­nef til að sitja ein­ir að kök­unni. Nú hafi komið í ljós að þar voru menn ekki með hags­muni fólks­ins í land­inu að leiðarljósi. Guðni hvatti Íslend­inga alla til að standa vörð um Íbúðalána­sjóð, hann sé kjöl­festa fyr­ir fólkið í land­inu og hann harm­ar að rík­is­stjórn­in sporni ekki við fæti í mál­inu. Vaxta­stigi þurfi að ná niður í land­inu því skuld­ir fólks­ins og fyr­ir­tækj­anna séu mikl­ar.

Guðni til­kynnti að fram­sókn­ar­menn muni á kom­andi miss­er­um taka til sér­stakr­ar skoðunar söðu gjald­miðils­ins og krón­unn­ar, sem ekki verði kastað á einni nóttu. Raun­ar gagn­rýndi Guðni viðskiptaráðherra fyr­ir að tala ís­lensku krón­una niður eins og hann hef­ur gert að und­an­förnu.

Þá munu fram­sókn­ar­menn taka til sér­stakr­ar skoðunar íbúa­lýðræði og neyt­enda­mál. Fram­sókn­ar­menn munu kalla til sitt fólk út verka­lýðshreyf­ing­unni og af vett­vangi neyt­enda­mála til að leiða þá umræðu. Fram­sókn stend­ur með alþýðu lands­ins
Guðni ræddi sér­stak­lega sölu bank­anna á sín­um tíma. Hann sagði það aldrei ætl­an fram­sókn­ar­manna að sala bank­anna drægi úr sam­keppni. Hann ræddi sér­stak­lega siðferði og sagði að það sneri ekki ein­göngu að bar­áttu kirkj­unn­ar. Það snúi að okk­ur öll­um og við þurf­um að berj­ast fyr­ir bættu siðferði og jöfnuði. Of­ur­laun rjúfi sam­stöðuna sem ein­kennt hef­ur ís­lenskt sam­fé­lag og í kom­andi kjara­samn­ing­um þurfi að bæta kjör þeirra sem minnst hafa. Ef það kost­ar breyt­ing­ar á skatt­kerf­inu, þá séu fram­sókn­ar­menn til­bún­ir til að berj­ast fyr­ir því en flokk­ur­inn muni hér eft­ir sem hingað til tekið okk­ur stöðu með alþýðu lands­ins.

Póli­tísk­ar hreins­an­ir
Guðni ræddi einnig um póli­tísk­ar "hreins­an­ir" út úr fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um að aflokn­um kosn­ing­um, þar sem góðu og heiðarlegu fólki hafi verið kastað út úr verk­efn­um sem það hafði eytt löng­um tíma í að byggja upp ein­göngu vegna þess að vera fram­sókn­ar­menn. Slíkt sé óá­sætt­an­legt og fram­sókn­ar­mönn­um sjálf­um hafi aldrei dottið slíkt í hug, þrátt fyr­ir að hafa staðið frammi fyr­ir sama veru­leika.

Ósann­gjarn mál­flutn­ing­ur Morg­un­blaðsins
Guðni sagði að fram­sókn­ar­menn kveinki sér ekki und­an gagn­rýni en í umræðunni hafi skot­leyfi verið gef­in út á fram­sókn­ar­menn, sem hafi særst og marg­ir fælst frá flokks­starf­inu. Vissu­lega þurfi at­hafna­menn aðhald, í hvaða flokki sem er en fram­sókn­ar­menn þoli all­an sam­an­b­urð við at­hafna­menn úr öðrum flokk­um. Nefndi Guðni sér­stak­lega mál­flutn­ing Morg­un­blaðsins, mál­gagns Sjálf­stæðis­flokks­ins í því sam­hengi. Það hafi með ósann­gjörn­um hætti flutt sitt mál gagn­vart fram­sókn­ar­mönn­um.

Að lok­um sagði Guðni að fram­sókn­ar­menn myndu ein­beita sér að flokks­starf­inu framund­an. Flokk­ur­inn eigi að vera 25% flokk­ur á Íslandi. Guðni finn­ur örla á bjart­sýni og trú. Átök und­an­far­inna ára séu að baki og menn horfi bjart­sýn­ir fram á við. Gras­rót­in sé fram­sókn­ar­mönn­um sér­stak­lega mik­il­væg því tæki­fær­in séu ærin. Íslensk þjóð viti að eng­inn flokk­ur er jafn vel til þess fall­inn að tak­ast á við þreng­ing­ar eins og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sem sýnt hef­ur og sannað með verk­um sín­um að hann sé trausts­ins verður. Það sanni sag­an.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka