Kerfisbundið misrétti

„Norður­lönd­in og Hol­land voru lengi efst á list­an­um yfir stjórn­málaþátt­töku kvenna, það er ekki leng­ur raun­in." Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Drude Dahlerup, pró­fess­ors í stjórn­mála­fræði við Há­skól­ann í Stokk­hólmi, á ráðstefnu um stöðu og leiðir kvenna- og kynja­fræða sem fram fór í Há­skóla Íslands í gær og í dag.

Hún seg­ir mun á Norður­lönd­un­um hvað varðar út­komu úr þing­kosn­ing­um und­an­far­in kjör­tíma­bil. Staða kvenna hef­ur versnað eða staðið í stað á Íslandi og í Dan­mörku, en í Svíþjóð batn­ar hún enn. Dahlerup seg­ir ástæðuna fyr­ir þessu að ein­hverju leyti liggja í mis­mun­andi orðræðu og viðhorf­um til jafn­rétt­is­mála. Aðgerðir til jafn­rétt­is taki mið af þeim.

Í stór­um drátt­um seg­ir hún fjór­ar hug­mynd­ir ríkj­andi um stöðuna. Fyrst sé það hug­mynd­in um kerf­is­bundið mis­rétti, þá að mis­rétti sé til vegna gam­aldags for­dóma, í þriðja lagi að jafn­rétti hafi verið náð og loks að kon­ur séu komn­ar fram úr og farið sé að halla á karla.

Hún seg­ir að staðan í Svíþjóð sýni að enn sé litið svo á að jafn­rétti sé ekki náð, þess vegna haldi staðan áfram að batna þar.

Niður­stöður kosn­inga hér á Íslandi gefi til kynna að Íslend­ing­ar líti svo á að hér ger­ist þetta af sjálfu sér, með tíð og tíma og þess vegna þurfi ekki að grípa til neinna sér­tækra aðgerða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert