Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir hlýnun á norðurslóðum geta breytt mjög aðstæðum í sjávarútvegi við Ísland. „Það sem er mikilvægast fyrir okkur er að þorskstofninn ætti þá að hafa það betra á Íslandsmiðum," sagði Jóhann. Afleiðingarnar gætu þó orðið slæmar fyrir kaldsjávartegund eins og rækju og loðnan gæti fært sig norðar.
Fleiri fiskistofnar gætu fært sig um set en tækifæri þá opnast til að stunda geysimiklar veiðar á N-Íshafinu. Rauðáta myndi ef til vill hefja nýtt "landnám" á norðurslóðum og gæti þá fiskurinn fylgt í kjölfarið.