Samstarf sveitarfélaganna á Suðurnesjum í uppnámi?

Hitaveita Suðurnesja kom ekki inn á borð hjá stjórn SSS.
Hitaveita Suðurnesja kom ekki inn á borð hjá stjórn SSS. mbl.is

Steinþór Jóns­son formaður Sam­bands sveit­ar­fé­laga á Suður­nesj­um kom víða við í skýrslu sinni í morg­un á aðal­fundi sam­bands­ins. Þar bar hæst brott­hvarf varn­ar­liðsins frá Kefla­vík­ur­flug­velli og sú upp­bygg­ing sem þar er kom­in í gang. Hann ræddi mennta­mál­in á svæðinu og það sam­starf sem þar er í gangi en hafði fá orð um hita­veitu­málið þar sem það kom ekki inn á borð strjórn­ar SSS.

Hann sagðist hins veg­ar telja að ný stjórn þurfi að end­ur­skoða sam­starfið frá grunni og jafn­vel hætta því í nú­ver­andi mynd meðal ann­ars í kjöl­far frek­ari sam­ein­ingu sveit­ar­fé­lag­anna.

„Á þessu starfs­ári hafa komið upp mál þar sem hags­mun­ir sveit­ar­fé­lag­anna liggja ekki sam­an og því eðli­legt að spurt sé hvort er mik­il­væg­ara, framtíð svæðis­ins eða ein­stakra sveit­ar­fé­laga. Þessa hugs­un skil ég eft­ir til umræðna í næstu stjórn SSS," sagði Steinþór Jóns­son, sem nú hætt­ir sem formaður sam­bands­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert