Aðalstöðin fær ekki að nota nafnið

Aðalstöðin eða .....ehf?
Aðalstöðin eða .....ehf? mbl.is/Jim Smart

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu um að leigubílastöðinni Aðalstöðinni er óheimilt að nota firmaheitið Aðalstöðin. Í apríl 2007 stofnuðu bílstjórar sem áður voru hjá Aðalbílum og BSH fyrirtækið Aðalstöðin-BSH. Aðalbílar og BSH kvörtuðu yfir heitinu Aðalstöðin-BSH og taldi BSH að verið væri að nýta sér nafn BSH með ólögmætum hætti.

Sumarið 2007 breytti Aðalstöðin-BSH nafninu sínu í Aðalstöðin. Nafninu var breytt á nýjan leik í nafn með punktalínu, ........ehf og þann 8. nóvember varð heiti fyrirtækisins A-stöðin.

Björn Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri BSH og Aðalbíla lýsti ánægju með úrskurð áfrýjunarnefndar neytendamála. Björn sagði „Við áttum aldrei von á því að bílstjórar sem hætta hjá BSH stofni fyrirtæki sem heitir BSH... Ótrúlegt er að Þetta er búið að vera marga mánaða barátta þar sem markmiðið Aðalstöðvarinnar-BSH hefur verið að blekkja neytendur og stela viðskiptavinum Aðalbíla og BSH.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert