Siglinganefnd Tryggingastofnunar fjallaði á síðasta ári um 160 umsóknir um greiðslu kostnaðar vegna sjúkrahúsdvalar erlendis. Nefndin samþykkti umsóknir um greiðslu meðferðarkostnaðar erlendis vegna 146 sjúklinga. Auk þess var samþykkt að greiða kostnað vegna komu lækna til landsins vegna meðferðar 30 sjúklinga.
Skýringar 14 synjana voru ýmist að unnt væri að veita meðferðina hér á landi, að meðferð hér á landi væri ekki fullreynd eða að meðferðin sem sótt var um teldist ekki viðurkennd læknismeðferð. Á árinu 2006 var greiddur kostnaður vegna þessara ferða tæplega 616 milljónir króna.