Gjöld Landspítala eru 1.108 m.kr. umfram tekjur eða 4,4%, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri fyrstu níu mánaða ársins. Launagjöld eru rúm 4% umfram áætlun og rekstrarkostnaður rúm 8%. Meginskýringin er almenn þensla í landinu og hækkun rekstrarkostnaðar og þá sér í lagi S-merktra lyfja sem hefur aukist um rúm 14% á einu ári. Sívaxandi eftirspurn eftir þjónustu spítalans hefur leitt til aukinnar starfsemi á mörgum sviðum hans sem veldur því að tekjur ná ekki að standa undir kostnaði. Þetta kemur fram í samantekt Önnu Lilju Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra fjárreiðna og upplýsinga LSH í nýjasta hefti starfsemisupplýsinga spítalans.
Á einu ári fjölgaði komum á göngudeildir spítalans um rúm 9%, fækkaði á dagdeildum um tæp 6% og á sólarhringsdeildum standa þær í stað. Heimavitjanir frá sjúkrahústengdri heimaþjónustu fjölgaði á sama tíma um 47%.