4,4% halli er á rekstri LSH

Landspítali.
Landspítali.

Gjöld Landspítala eru 1.108 m.kr. umfram tekjur eða 4,4%, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri fyrstu níu mánaða ársins. Launagjöld eru rúm 4% umfram áætlun og rekstrarkostnaður rúm 8%. Meginskýringin er almenn þensla í landinu og hækkun rekstrarkostnaðar og þá sér í lagi S-merktra lyfja sem hefur aukist um rúm 14% á einu ári. Sívaxandi eftirspurn eftir þjónustu spítalans hefur leitt til aukinnar starfsemi á mörgum sviðum hans sem veldur því að tekjur ná ekki að standa undir kostnaði. Þetta kemur fram í samantekt Önnu Lilju Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra fjárreiðna og upplýsinga LSH í nýjasta hefti starfsemisupplýsinga spítalans.

Á einu ári fjölgaði komum á göngudeildir spítalans um rúm 9%, fækkaði á dagdeildum um tæp 6% og á sólarhringsdeildum standa þær í stað. Heimavitjanir frá sjúkrahústengdri heimaþjónustu fjölgaði á sama tíma um 47%.

Skammtímaskuldir verulegar

Neikvæður höfuðstóll var skv. efnahagsreikningi um mitt ár 1.570 m.kr. Skammtímakröfur LSH voru á þeim tíma tæpur milljarður. Ber þar hátt skuldir ýmissa heilbrigðisstofnana sem átt hafa erfitt með að standa í skilum við spítalann og hefur það síst batnað eftir því sem líða tók á árið, skrifar Anna Lilja. Skammtímaskuldir LSH eru verulegar og umtalsverð vanskil eru við birgja spítalans. "Greiðslustaða spítalans er því afar erfið og leiðir hún af sér dráttarvaxtakröfur á hendur LSH ásamt því að öll samskipti við birgja spítalans verða þyngri. Stjórnendur LSH binda vonir við það að skilningur sé hjá stjórnvöldum á orsökum vanda spítalans og að vandanum verði aflétt með fjáraukalögum ársins," segir í greinargerð Önnu Lilju.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert