Bílastæðum við Reykjavíkurflugvöll fjölgað um helming

Reykjavíkurflugvöllur
Reykjavíkurflugvöllur mbl.is/Golli

Bílastæðum verður fjölgað um helming fyrir flugfarþega í áætlunarflugi á vegum Flugfélags Íslands um Reykjavíkurflugvöll.

Í tilkynningu kemur fram að mikið ófremdarástand hefur verið við Reykjavíkurflugvöll vegna skorts á bílastæðum á álagstímum en með þessari fjölgun bílastæða er vonast til að sá vandi verði úr sögunni.

Verktakafyrirtækið Klæðning er að vinna að gerð bílastæðanna fyrir Flugfélag Íslands en þeim verður skilað með óbundnu slitlagi og ættu bílastæðin að vera tilbúin til notkunar seinni hluta nóvembermánaðar.

Eftir sem áður er ekki gert ráð fyrir að innheimta fyrir notkun á bílastæðum við flugstöð Flugfélags Íslands í Reykjavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert