Ekið á gangandi vegfaranda

Ekið var á gang­andi veg­far­anda skömmu fyr­ir klukk­an sex í kvöld. Að sögn lög­reglu er talið lík­legt að sjón og heyrn­ar­skert­ur 59 ára gam­all karl­maður hafi gengið yfir á rauðu göngu­ljósi á gatna­mót­um Ný­býla­veg­ar og Vala­hjalla í Kópa­vogi með þeim af­leiðing­um að jepp­ling­ur sem ekið var í austurátt eft­ir Ný­býla­vegi náði ekki að hemla og skall af afli á mann­in­um sem kastaðist um 33 metra eft­ir göt­unni.

Maður­inn var við meðvit­und er sjúkra­bif­reið bar að garði, hann er mikið slasaður en ekki tal­inn vera í lífs­hættu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert