Stjórn Félags leikskálda og handritshöfunda fagnar eindregið nýgerðum samningi RÚV og Björgólfs Guðmundsonar um tvöföldun framlags til kaupa á leiknu íslensku sjónvarpsefni.
„Samningurinn lýsir sjaldséðum og einlægum áhuga einstaklings á gríðarlegu mikilvægi innlends leikins efnis, en það er málefni sem FLH hefur vakið athygli á og barist fyrir í áraraðir.
Stjórn FLH skorar á forráðamenn RÚV Sjónvarps að nýta sér þetta tækifæri til að halda áfram á markaðri braut og tryggja þjóðinni vandað og eftirsóknarvert leikið sjónvarpsefni," samkvæmt tilkynningu.