Kanna kosti Hagavatnsvirkjunar

Hagavatn
Hagavatn Ólafur Örn Haraldsson

Orkuveita Reykjavíkur kannar nú hagkvæmni þess að virkja Farið sem rennur úr Hagavatni sunnan Langjökuls og reisa þar 30-40 MW vatnsaflsvirkjun. Farið yrði stíflað og sömuleiðis byggð lægri stífla við eldra útfall vatnsins ofan við Leynifoss. Iðnaðarráðuneytið veitti OR rannsóknarleyfi á svæðinu fyrr á árinu en ætlunin er m.a. að kanna hvort farið geti saman stöðvun sandfoks á svæðinu og raforkuframleiðsla. Landgræðslan hefur lengi haft hug á að stífla vatnið til að hefta sandfok sem hún telur m.a. eiga uppruna sinn í þornuðum vatnsbotni Hagavatns. Náttúrufræðistofnun bendir á að verði Hagavatn notað sem miðlunarlón muni leirfok úr botninum aukast seinni part vetrar og fyrri part sumars.

Forsendum kollvarpað

Í umsókn OR á rannsóknarleyfinu, kemur m.a. fram að Orkustofnun (OS) hafi gert forathugun á virkjunarmöguleika árið 1985. Í umsögn OS um rannsóknarleyfi OR kemur hins vegar fram að sú forathugun hafi verið úrelt. Hugmyndir um meðalrennsli, sem hún byggðist á, hafi verið óraunhæfar og forsendur hafi "kollvarpast við beinar mælingar í útfall Hagavatns".

"Með stíflu og virkjun Hagavatns yrði gripið inn í eitt stórbrotnasta landmótunarferli Langjökuls," segir Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands. Svæðið sé eins og opin og auðlesin jarðfræðibók.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert