Mikið þýfi gert upptækt

Lögregla höfuðborgarsvæðisins fann mikið þýfi í húsi í austurborg Reykjavíkur á laugardaginn var. Mikið af því var persónulegir munir fólks sem lögreglan taldi fyrst og fremst hafa gildi fyrir eigendur munanna. Þrír karlar og ein kona voru handtekin og yfirheyrð. Voru þau í haldi lögreglunnar þar til í gærkvöldi.

Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar var gerð húsleit á laugardag í umræddu húsi vegna innbrots í bíl.

"Munaðarlausir" munir

Við húsleitina fannst óvænt mikið af þýfi sem stolið hafði verið úr geymslum í fjölbýlishúsi í austurborginni á föstudaginn var. Þýfið samanstóð af m.a. af persónulegum munum sem erfitt er að meta til fjár og gagnast líklega engum nema réttum eigendum, að sögn lögreglu. Megnið af því sem saknað var úr geymslunum fannst þarna. Einnig fannst talsvert af munum sem ekki er vitað hvaðan eru ættaðir og eftir er að finna út hverjir eru réttir eigendur þeirra.

Þess má geta að innbrotið í bílinn upplýstist við húsleitina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert