Sjóbirtingar sjást í læknum

Hafnarfjarðarhöfn.
Hafnarfjarðarhöfn. Sigurður Jökull

Vænir sjóbirtingar hafa gengið í Hafnarfjarðarlæk og sjást þeir einnig stökkva þar sem lækurinn rennur út í Hafnarfjarðarhöfn.

Sigurður Már Einarsson, fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun, sagði algengt að lax, urriði eða stórsilungur skytist upp í litla læki á haustin til að hrygna. Lækirnir gætu verið góðar uppeldisstöðvar fyrir ungviðið.

Ragnhildur Magnúsdóttir, líffræðingur hjá Veiðimálastofnun, kannaði Hafnarfjarðarlæk í maí 2001. Hún sagði að þá hefði fundist talsvert af staðbundnum urriða, eitthvað af bleikju og einnig regnbogasilungi í læknum en enginn sjógenginn fiskur.

Veitt og sleppt í læknum

Gunnar Bender veiðimaður sagði frá því í Ríkisútvarpinu að hann hefði tekið þátt í að veiða 6-7 punda sjóbirting í læknum nú nýverið. Það var Björn K. Rúnarsson í Veiðibúðinni við lækinn í Hafnarfirði sem sýndi Gunnari fiskinn. Björn sagði í samtali við Morgunblaðið að fiskinum hefði að sjálfsögðu verið sleppt. Auk þessa stóra fisks væru nokkrir 3-5 punda sjóbirtingar einnig í læknum. Á vorin sést mikið af seiðum í læknum sem bendir til að þar hrygni fiskur. Á veturna er fiskurinn fóðraður á brauði.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert