Vænir sjóbirtingar hafa gengið í Hafnarfjarðarlæk og sjást þeir einnig stökkva þar sem lækurinn rennur út í Hafnarfjarðarhöfn.
Sigurður Már Einarsson, fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun, sagði algengt að lax, urriði eða stórsilungur skytist upp í litla læki á haustin til að hrygna. Lækirnir gætu verið góðar uppeldisstöðvar fyrir ungviðið.
Ragnhildur Magnúsdóttir, líffræðingur hjá Veiðimálastofnun, kannaði Hafnarfjarðarlæk í maí 2001. Hún sagði að þá hefði fundist talsvert af staðbundnum urriða, eitthvað af bleikju og einnig regnbogasilungi í læknum en enginn sjógenginn fiskur.