Skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo karlmenn í mánaðar skilorðsbundið fangelsi hvorn fyrir fjárdrátt. Mennirnir voru forsvarsmenn verktakafyrirtækis, sem hafði dregið samtals 767 þúsund krónur af launum tveggja starfsmanna vegna meðlagsgreiðslna en ekki staðið skil á fénu til Innheimtustofnunar sveitarfélaga.

Mennirnir voru að auki dæmdir til að greiða stofnuninni umræddar 767 þúsund krónur auk vaxta og málskostnaðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert