Áfengisneysla jókst um 65% á Íslandi á aldarfjórðungi

Áfengisneysla Íslendinga hefur aukist umtalsvert síðasta aldarfjórðunginn.
Áfengisneysla Íslendinga hefur aukist umtalsvert síðasta aldarfjórðunginn. mbl.is/Árni Sæberg

Áfengisneysla á Íslandi var 7,1 alkóhóllítri á íbúa 15 ára og eldri árið 2005 sem var heldur meira en t.d. í Noregi (6,4) og Svíþjóð (6,6). Meðaltalið fyrir ríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, var 9,5.

Fram kemur í nýrri skýrslu OECD, að í um tveimur af hverjum þremur aðildarríkjum stofnunarinnar dró úr áfengisneyslu á tímabilinu 1980-2005. Ísland var hins vegar í hópi þeirra ríkja þar sem áfengisneysla jókst og var aukningin mest á Íslandi eða 65%.

Á Íslandi reyktu 19,5% karla og kvenna daglega árið 2005. Meðaltalið fyrir OECD var svipað fyrir konur en hærra hjá körlum (30%). Árið 2005 var hlutfall of feitra lægst í Japan 3% og hæst 32% í Bandaríkjunum. Á Íslandi var þetta hlutfall 12% árið 2002 samanborið við 8% árið 1990.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka