Ölvaður ökumaður endaði bílferðina á ljósastaur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kom að ökumanni sem hafði ekið á ljósastaur við vegamót Vesturlandsvegar og Álafossvegar á fimmta tímanum í nótt. Maðurinn var fluttur á slysadeild en hann er ekki talinn vera alvarlega slasaður. Hann er hinsvegar grunaður um ölvun við akstur.

Alls hafði lögreglan afskipti af fjórum ökumönnum sem grunaðir erum ölvun við akstur í nótt. Einn þeirra er jafnframt grunaður um að hafa verið undir áhrifum vímuefna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert