Þrjú hús friðuð á Akureyri

Húsin við Hafnarstræti 94, 96 og 98 á Akureyri. Það …
Húsin við Hafnarstræti 94, 96 og 98 á Akureyri. Það síðastnefnda er Hótel Akureyri sem Akureyrarbær hafði ákveðið að rífa og veitt leyfi fyrir nýbyggingu á lóðinni. mbl.is

Menntamálaráðherra hefur að fenginni tillögu húsafriðunarnefndar ákveðið að friða þrjú hús á Akureyri. Húsin sem um ræðir eru Hafnarstræti 94, Hafnarstræti 96 og Hafnarstræti 98 og nær friðunin til ytra borðs húsanna. Húsin eru öll talin hafa mikið gildi fyrir umhverfi sitt, ýmist sem hornhús eða áberandi kennileiti í miðbæ Akureyrar.

Samkvæmt húsafriðunarlögum getur ráðherra friðað samstæður húsa sem hafa menningarsögulegt eða listrænt gildi eins og gert er nú.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka